Fallið frá tillögu um bílastæðahús undir Skólavörðuholti

Samkomulag náðist um það í skipulagsráði Reykavíkur í morgun, að falla frá tillögu um gerð bílastæðahúss undir Skólavörðuholti, sem gert var ráð fyrir í tengslum við stækkun Iðnskólans í Reykjavík. Óskar Bergsson, varaformaður skipulagsráðs, segir að þetta hafi verið ákveðið eftir að farið var yfir athugasemdir sem bárust.

Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsráði, segir að fjöldi íbúa, forystumenn leikskólans Óss og Austurbæjarskóla, auk forsvarsmanna Hallgrímskirkju hafi sent inn harðorð mótmæli vegna fyrirhugaðs bílastæðahúss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert