Afgangur á rekstrarreikningi ríkisins var 82 milljarðar í fyrra

Samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2006 nam afgangur á rekstrarreikningi 82 milljörðum króna samanborið við 113 milljarða afgang árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur af venjubundinni starfsemi 91 milljarður króna en afgangur ársins á undan nam 63 milljörðum.

Fjármálaráðuneytið segir, að undanfarin ár hafi einkennst af miklum umsvifum í efnahagslífinu og hagvexti. Á mælikvarða landsframleiðslunnar mældist hagvöxturinn 2,6% á árinu 2006 en hann var rúmlega 7% næstu tvö ár á undan. Þessi umsvif birtist glöggt í rekstri ríkisjóðs sem skilaði góðri afkomu á árinu 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert