Mikill fjöldi tók á móti Bergey VE

Bergey VE 544, nýtt skip Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum kom til heimahafnar um kvöldmatarleytið. Bergey er smíðuð í Póllandi og er systurskip Vestmannaeyjar VE 444 sem útgerðin fékk afhenta fyrr á þessu ári.

Mikill fjöldi tók á móti Bergey sem sigldi til hafnar í samfloti við önnur skip útgerðarinnar, Vestmanneyjar og Smáeyjar. Eftir að prestar Landakirkju, Kristján Björnsson og Guðmundur Örn Jónsson, höfðu blessað skip og áhöfn bauð Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, viðstöddum að skoða skipið. Nokkur hundruð manns nýttu sér þetta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert