Nammiútrásin var löngu hafin

Freyja hefur selt Draum í Noregi og Færeyjum um árabil
Freyja hefur selt Draum í Noregi og Færeyjum um árabil mbl.is/Sóley Arnarsdóttir
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net

„Við erum bara búin að vera að flytja út Draum í þó nokkur ár, skal ég segja þér. Aðallega til Noregs, en líka til Færeyja," segir Guðrún Grímsdóttir hjá sælgætisgerðinni Freyju.

Sagt var frá því í Blaðinu á laugardag að sælgætisútrás Íslendinga til Danmerkur væri hafin, en þar eru verslunarmenn sérstaklega spenntir fyrir lakkrís- og súkkulaðiblöndu, sem Íslendingar eru þekktir fyrir.

Freyja hóf útflutning á Draumi og öðru sælgæti fyrir tæpum þremur árum. „Það er stöðug aukning, fer alltaf meira og meira og gengur mjög vel," segir Guðrún.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert