Hundruð vantar til umönnunarstarfa

Fjölmarga starfsmenn vantar á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu
Fjölmarga starfsmenn vantar á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu Ómar Óskarsson
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Í leikskóla höfuðborgarinnar vantar 150 til 200 starfsmenn, tugi kennara vantar í grunnskóla borgarinnar auk annars starfsfólk og tugi starfsmanna vantar í umönnunarstörf á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Á hjúkrunarheimilin vantar einnig hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eins og á Landspítalann þar sem mikið álag er á starfsfólki vegna manneklu.

Þann 10. ágúst síðastliðinn, eða 12 dögum fyrir setningu grunnskólanna í Reykjavík, var greint frá því á vef borgarinnar að enn vantaði um 140 starfsmenn í skólana, þar af 69 kennara. Tekið var fram að óvenjumargir kennarar væru í námsleyfi eða launalausu leyfi á næsta skólaári og hefði það áhrif á stöðu starfsmannamála.

Óvissan í ráðningarmálum í grunnskólum og leikskólum er árviss á þessum tíma. Fyrir rúmri viku vantaði 150 til 200 starfsmenn, faglærða og ófaglærða, í leikskólana 80 í Reykjavík, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns leikskólaráðs. Þá blasti við að ekki fengju öll reykvísk börn 18 til 24 mánaða leikskólapláss í haust. Þorbjörg gat þess jafnframt í viðtali við Blaðið að staðan væri yfirleitt komin í lag um áramót.

Ástandið á haustmánuðum veldur auknu álagi á stjórnendur og starfsmenn leikskólanna og foreldrum áhyggjum og kvíða, að því er bent er á í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara sem samþykkt var nú í vikunni.

Nánar í fréttaskýringu í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert