Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga

Úr stjórnstöð björgunarsveitanna í Skaftafelli í dag.
Úr stjórnstöð björgunarsveitanna í Skaftafelli í dag. mbl.is/Sigurður Mar

Leit að tveimur þýskum ferðamönnum sem hófst skipulega í dag hefur enn ekki borið árangur. Mannanna hefur verið saknað síðan þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Leitað hefur verið í dag í Skaftafelli og verður haldið áfram á morgun, áætlað er að þyrla Landhelgisgæslunnar leiti á svæðinu á morgun ef veður leyfir.

Í tíufréttum Sjónvarpsins kom fram að talið er að til mannanna hafi sést á Svínafellsjökli um eða fyrir síðustu mánaðarmót.

Björgunarsveitir í Austur-Skaftafellssýslu komu sér uppp stjórnstöð í Skaftafelli. Vitað er að ferðamennirnir tóku á móti SMS skilaboðum í síma sinn á þeim slóðum þann 30. júlí. Einnig er vitað að mennirnir keyptu sérkort af Skaftafelli í verslun í Þýskalandi rétt fyrir för sína hingað til lands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert