Ganga í tvo skóla vegna skilnaðar

Skólabörn
Skólabörn
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Dæmi eru þess hér á landi að börn gangi í skóla í tveimur sveitarfélögum vegna skilnaðar foreldra. Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, er efins um að slíkt sé heppilegt fyrir börn. „Það fer þó eftir hverju tilfelli fyrir sig," segir hún.

Börnum sem ganga í skóla í tveimur sveitarfélögum í kjölfar skilnaðar foreldra þeirra hefur fjölgað í Noregi. Umboðsmaður barna þar í landi varar við slíku fyrirkomulagi í tengslum við sameiginlegt forræði foreldranna yfir börnunum.

Birna Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri á grunnskólaskrifstofu á menntasviði Reykjavíkur, segir engar reglur gilda um mál af þessu tagi. „Við leysum bara hvert mál sem kemur upp. Börn hafa kannski verið sitt hvora vikuna í skólunum eða tímabundið hjá öðru foreldrinu. Það er bara reynt að leysa það með hagsmuni barnsins í huga. Það er ekkert í kerfinu sem er þessu til fyrirstöðu. Og á meðan tilfellin eru innan Reykjavíkur eru hæg heimatökin. Það þarf kannski meiri samninga þegar börnin fara á milli sveitarfélaga en það er ekkert óleysanlegt í því samhengi."

Formaður Skólastjórafélags Íslands, Hanna Hjartardóttir, veit dæmi þess að barn hafi gengið í skóla í tveimur löndum.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert