Óska upplýsinga um eignarhald á horfnum trjám

Kópavogsbær hefur sent Reykjavíkurborg erindi þar sem óskað er upplýsinga um eignarhald á þeim trjám, sem sérstök matsnefnd telur að hafi verið fjarlægð úr Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda þar í vetur.

Þór Jónsson, kynningarstjóra Kópavogsbæjar, segir að Kópavogsbær véfengi ekki niðurstöðu matsnefndarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu, að heildarfjöldi felldra trjáa væri 559. Þá hafi 57 trjám verið skilað þannig að heildarfjöldinn sé 502 tré.

Hins vegar hafi við yfirferð bókhaldsgagna komið upp óvissa um hver eigi umrædd tré, hvort það sé Skógræktarfélag Reykjavíkur, Reykjavíkurborg eða einhver annar. Því hafi borginni verið sent bréf þar sem spurst er fyrir um þetta.

Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur lagt fram kröfu á hendur Kópavogsbæ 38 milljóna króna bætur vegna trjáa, sem glötuðust vegna vatnsveituframkvæmdanna. Miðar krafan við 1000 tré.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert