Risaskjaldbaka á ferð við Reykjanes

Skjaldbaka eins og sú sem sást á sundi undan Reykjanesi.
Skjaldbaka eins og sú sem sást á sundi undan Reykjanesi.

Fólk sem stadd var í hvalaskoðunarbátnum Moby Dick úti á Garðsjó í dag, varð heldur betur undrandi þegar það rak augun í stóra sæskjaldböku sem svamlaði við yfirborðið. Helgu Ingimundardóttur, sem gerir Moby Dick út, segir í samtali við fréttavef Víkurfrétta, að ætla megi að skjaldbakan hafi verið u.þ.b. 1,2–1,5 metri á lengd.

„Við sáum að þarna var eitthvað annað en hvalur að svamla í yfirborðinu og vorum að velta þessu fyrir okkur þegar hún kom upp á yfirborðið. Hún var umkringd höfrungum og það var eins og þeir væru að reyna að hjálpa henni. Hún svamlaði við yfirborðið nokkra stund þannig að við sáum hana vel áður en hún hvarf sjónum okkar,” segir Helga við Víkurfréttir.

Eftir ferðina í dag gerði hún Hafrannsóknastofnun viðvart um þetta undarlega tilvik.

Helga leitaði sér upplýsinga um dýrið og þá kom í ljós að um er að ræða svokallaða loggerhead sæskjaldböku en þær geta orðið allt að 360 kílóa þungar. Slík dýr eru algeng í Miðjarðarhafi og við strendur Bandaríkjanna.

Víkurfréttir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert