Heiftarleg árás talin gerð undir áhrifum kókaíns

Ökumaður jeppabifreiðar og þrír farþegar voru handteknir um sl. helgi í Leirársveit eftir að hafa ekið viljandi aftan á fólksbíl sem fór út af, hoppað á þaki hans og brotið rúðu til að ná farþega út sem þeir síðan gengu í skrokk á. Viðkomandi farþegi hlaut nokkra áverka og var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn mikið meiddur.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi viðurkenndu viðkomandi að til hefði staðið að fara frá Reykjavík upp í sumarbústað í Hvalfirði og berja þar ákveðinn mann sem þeir töldu sig eiga eitthvað sökótt við. Fólkið, bræður og tvær konur, hafi síðan ekki fundið bústaðinn og þess vegna hringt til viðkomandi og lokkað hann til móts við sig.

Fólkið verður kært fyrir líkamsárás og ökumaðurinn auk þess kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þá fannst meint kókaín hjá fólkinu sem var talið vera undir áhrifum þegar verknaðurinn átti sér stað.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert