Heildarkvóti á loðnu ákveðinn 308 þúsund lestir

Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar ákveðið að heimilt verði að hefja loðnuveiðar 1. nóvember 2007. Bráðbirgðakvóti fyrir komandi vertíð hefur verið ákveðinn 205 þús. lestir og koma þar af rúmar 145 þús. lestir í hlut íslenskra loðnuskipa samkvæmt ákvæðum samninga um nýtingu loðnustofnsins.

Við þessa ákörðun er miðað við að heildarkvóti komandi vertíðar verði 308 þús. lestir og gangi það eykst heildarkvóti íslensku loðnuskipanna rétt um 100 þús. lestir. Ljóst er hins vegar að loðnurannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar á hausti komandi gætu leitt til breytinga á leyfilegu heildarmagni, samkvæmt tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert