Lýsa yfir stuðningi við bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar

Starfsmenn stjórnsýsluskrifstofu Seltjarnarnesbæjar lýsa yfir stuðningi við bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, Jónmund Guðmarsson, í yfirlýsingu sem þeir hafa sent til fjölmiðla.

„Í tilefni af umfjöllun DV um meintan trúnaðarbrest innan meirihluta bæjarstjórnar og ávirðingar á hendur Jónmundi Guðmarssyni, bæjarstjóra Seltjarnarness, dagana 29. og 30. ágúst vilja starfsmenn stjórnsýsluskrifstofa Seltjarnarnesbæjar koma eftirfarandi á framfæri:

Í umfjöllun Trausta Hafsteinssonar er ítrekað talað um „kvartanir lykilstarfsmanna“ vegna bæjarstjóra í sumar. Starfsmenn stjórnsýsluskrifstofa kannast ekki við slíkar kvartanir né að eðlilegt orlof bæjarstjóra hafi með einhverjum hætti haft áhrif á starfsemi bæjarins. Samstarf bæjarstjóra við starfsmenn bæjarins hefur verið einkar gott og bera starfsmenn nú sem fyrr fullt traust til bæjarstjóra og starfa hans.

Starfsmenn stjórnsýsluskrifstofa harma umfjöllun blaðsins, telja hana ósanngjarna og meiðandi fyrir starfsmenn og bæjarstjóra og hafna henni með öllu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert