Tími nornarinnar kemur út í Frakklandi

Kápa frönsku útgáfunnar.
Kápa frönsku útgáfunnar.

Bókaútgáfan Métailie í Frakklandi gefur í næstu viku út Tíma nornarinnar eftir Árna Þórarinsson.

Samkvæmt upplýsingum frá JPV útgáfu voru kynningareintök send á franska fjölmiðla og bókabúðir í júlímánuði og sé ljóst, að mikill áhugi sé á bókinni og biðpantanir frá bókabúðum nemi nú þegar fleiri eintökum en útgefandinn hafði prentað í fyrstu prentun. Því hafi endurprentun verið pöntuð þótt formlegur útgáfudagur bókarinnar sé enn ekki runninn upp.

JPV segir, að þrír ritdómar hafi birst í Frakklandi um bókina og séu allir mjög jákvæðir. Í einum þeirra segi að það sé með mikilli eftirsjá sem lesandinn kveðji söguhetjuna Einar sem að lestri loknum sé orðinn einn af hans bestu vinum. Í Le Monde, einu stærsta dagblaði Frakklands, er fjallað sérstaklega um samfélagsgagnrýni Árna Þórarinssonar.

Á næstu mánuðum mun Tími nornarinnar koma út í fleiri löndum, bæði í Skandínavíu og víðar um Evrópu.

Ný bók eftir Árna Þórarinsson um Einar blaðamann er væntanleg í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert