Hlutfallslega fleiri látast í umferðarslysum á Íslandi en í nágrannalöndum

Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net
Mun fleiri deyja í umferðinni á Íslandi en í nágrannalöndum okkar ef miðað er við fjölda látinna á hvern milljarð ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í samantekt International Road and Traffic Database (IRTAD) sem er rekin á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Í samantekt hennar frá árinu 2005 segir að sextán manns látist að jafnaði á hvern milljarð ekinna kílómetra hérlendis og eru einungis fjögur lönd af 28 með hærri dánartíðni samkvæmt þessari mælingu. Þau eru Grikkland, Tékkland, Suður-Kórea og Slóvenía.

Margfalt færri látast í umferðinni annars staðar á Norðurlöndum samkvæmt mælikvarðanum. Í Noregi látast til dæmis 6,1 á hvern milljarð ekinna kílómetra, eða rúmlega 60 prósentum færri en á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert