Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, birtir á heimasíðu sinni minnisblað úr skjalasafni samgönguráðuneytisins frá því í maí 2005 þar sem kemur fram að fjármálaráðuneytið muni heimila Vegagerðinni yfirdrátt til að ljúka breytingum á Grímseyjarferju hafi Vegagerðin ekki svigrúm til þess að nýta ónotaðar fjárheimildir.

Bjarni segir á heimasíðu sinni, að fjármálaráðherra, forsætisráðherra og tveir samgönguráðherrar hafi sammælst um að skrökva að þjóðinni og koma sök, sem þeir Árni Mathiesen og Sturla Böðvarsson eigi óskipta, upp á embættismenn. Fyrst verkfræðing sem hvorugur þessara nennti þó að taka mark á og síðan vegamálastjóra sem þó hafi aldrei gert annað en að fara eftir bréflegum fyrirmælum.

Í minnisblaðinu segir: „Hafi Vegagerðin ekki svigrúm til þess að nýta ónotaðar fjárheimildir mun fjármálaráðuneytið heimila yfirdrátt sem þessari vöntun nemur".

Bloggsíða Bjarna Harðarsonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert