Ákvæði í lögum um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu

Í umræðu, sem nú stendur yfir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur um framtíð Orkuveitu Reykjavíkur lýsti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, því yfir að hann muni beita sér fyrir því að í frumvarpi, sem lagt verði fram um að breyta Orkuveitu Reykjavíkur í hlutafélag verði ákvæði um að OR verði áfram í samfélagslegri eigu.

Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, sagði í umræðunni, að ekki væri hægt að skilja vinnubrögðin í tengslum við tillögu meirihluta stjórnar OR um hlutafélagavæðingu öðru vísi en svo, að að þær breytingar væru í farvatninu, að auka eigi einkavæðingu í íslensku samfélagi. Sagði Svandís, að rök sem færð hefðu verið fyrir breytingunni væru tilbúin sýndarrök sem sett væru fram eftir á til að koma málinu í gegn og ryðja hindrunum úr vegi.

Hægt er að hlusta á umræður á vef Reykjavíkurborgar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert