Íslandspósti heimilt að gefa út persónuleg frímerki

Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimliað Íslandspósti að gefa út persónuleg frímerki með áletruninni „Bréf 50g innanlands”. Fyrirtækið getur þar með gefið fólki og fyrirtækjum þann valkost að setja eigin mynd eða hugsanlega velja mynd úr myndabanka á frímerki.

Í beiðni Íslandspósts til stofnunarinnar vísaði félagið m.a. til samskonar þróunar á undaförunum árum þar sem bankarnir hafa boðið upp á greiðslukort með persónulegum myndum undir nafninu „Mitt kort- hannaðu þitt eigið kort” og að símafyrirtækin hafi boðið viðskiptavinum sínum upp á mismunandi hringitóna og skjámyndir í farsíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert