Búfjárbeit getur orsakað uppblástur

Mikil og óheft búfjárbeit getur haft í för með sér miklar skemmdir á gróðri á Norðurlöndum. Dæmi eru um svæði á Norðurlöndum þar sem ofbeit hefur skaðað gróður og haft í för með sér uppblástur. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Norræna ráðherranefndin hefur fjármagnað.

Uppblástur jarðvegs er þó ekki algengt vandamál á Norðurlöndum. Á Íslandi og Grænlandi er uppblástur, sem afleiðing ofbeitar, viðvarandi vandamál. Ein af ástæðunum fyrir því að beitarlöndin eru undir auknum þrýstingi er einfaldlega að bústofn, eins og hreindýr, sauðfé, hestar og kýr hefur lengi verið stór. Fjöldi nýrra hjálpartækja hefur einig aukið ágang á beitarlöndin.

Hjálpartæki eins og bólusetningar og fóðurbætir hafa haft í för með sér að dýrin verða stærri og þeim fjölgar þar sem færri drepast af völdum sjúkdóma og harðræðis, segir í skýrslunni.

Markmiðið með skýrslunni hefur verið að kortleggja ástandið og auka skilning á því hvernig beit hefur áhrif á gróðurinn. Niðurstöðurnar voru kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu á Íslandi fyrr í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert