Strætófarþegum í ágúst fjölgaði um 5% milli ára

mbl.is/ÞÖK

Farþegar fóru 36 þúsund fleiri ferðir í strætó í ágúst 2007 heldur en í ágúst 2006 og var aukningin því 5%. Ferðum fjölgaði úr 755 þúsund í 791 þúsund. Framhaldsskólanemendur notuðu fríkortin sín síðustu vikuna í ágúst og segir umhverfissvið Reykjavíkur, að rekja megi vöxtinn á milli ára til þessa.

Álagið í vögnunum er mest frá kl. 7:20 til kl. 8 árdegis. Álagið dreifist betur eftir hádegi og stendur frá 13:30 til 18. Þremur aukavögnum hefur verið bætt við leið eitt á morgnana sem þýðir að fimm vagnar fara á fimmtán mínútum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þremur aukavögnum hefur einnig verið bætt við leið sex á morgnana. Aukavagni hefur einnig verið bætt við leið þrettán.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert