Íslendingar urðu varir við skjálftann í Singapúr

Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, nemandi við Háskólann á Bifröst sem er skiptinemi í Singapúr, vaknaði við jarðskjálftann sem reið yfir í morgun. Þrátt fyrir að skjálftinn hafi riðið yfir Indónesíu fannst hann víðar í nágrannalöndunum, meðal annars í Singapúr. Að sögn Sigurbjargar myndaðist mikil skelfing í borginni og þustu íbúar út á götu enda minnugir hamfaranna á annan dag jóla 2004.

Sigurbjörg sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að hún búi ásamt öðrum skiptinema í íbúð á 15 hæð í 30 hæða háhýsi í Singapúr. Þar lék allt á reiðiskjálfi og ruddist fólk út úr öllum íbúðum og hljóp niður stiganna, enginn þorði að taka áhættuna á að fara með lyftu niður.

Að sögn Sigurbjargar var fjöldi fólks á götum úti og erfitt að átta sig á því hvað væri að gerast. Segir Sigurbjörg að fólk sé að róast en ekki er vitað um neitt tjón af völdum skjálftans í borginni.

Frá Singapúr í morgun eftir að skjálftinn reið yfir
Frá Singapúr í morgun eftir að skjálftinn reið yfir Reuters
Upptök jarðskjálftans í Indónesíu
Upptök jarðskjálftans í Indónesíu Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert