Húsleit hjá Lyfjum og heilsu vegna gruns um misnotkun á markaðsráðandi stöðu

Samkeppniseftirlitið gerði í dag húsleit á skrifstofu Lyfja og heilsu í Reykjavík. Tilefnið var athugun á því hvort Lyf og heilsa misnotaði markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi í samkeppni við apótek sem nýlega var opnað þar í bæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag sem segir þessar ásakanir fráleitar.

„Samkeppnisaðili Lyfja og heilsu á Akranesi opnaði apótek sitt þann 1. júlí sl. og leggur í markaðsöflun sinni meðal annars áherslu á lágt verð,“ segir ennfremur. „Lyf og heilsa hefur mætt þeirri samkeppni með lækkun álagningarprósentu sinnar á um tveimur hundruðustu af vörutegundum sínum á Akranesi. Að mati Lyfja og heilsu er fráleitt að kalla slíkt misnotkun á markaðsráðandi stöðu í bæjarfélaginu og telur augljóst að verðlækkunin sé einfaldlega eðlileg viðbrögð við nýrri og öflugri samkeppni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert