Reglur um sýnatöku samræmdar

Ólafur Helgi Kjartansson sýlsumaður í Árnessýslu
Ólafur Helgi Kjartansson sýlsumaður í Árnessýslu
Eftir Frey Rögnvaldsson - freyrr@bladid.net

Samgönguráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að samræma reglur milli lögregluembætta um sýnatöku af ökumönnum sem grunaðir eru um neyslu ólöglegra efna. Þetta er gert á grundvelli 47. greinar umferðarlaga þar sem segir að „ráðherra setji nánari reglur um sýnatökur og rannsóknir."

Um er að ræða öndunarsýni, svita og munnvatnssýni, blóðprufur og þvagprufur.

Ástæður þess að starfshópurinn er skipaður má að miklu leyti rekja til mikillar umræðu sem varð eftir að kona kærði lögregluna á Selfossi fyrir valdbeitingu. Settur var upp þvagleggur hjá konunni með valdi í maí síðastliðnum og sköpuðust miklar umræður í þjóðfélaginu í kjölfarið.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert