Veita hf. fellir niður seðilgjöld

Fyrirtækið Veita hf., sem er nýtt nafn á sameinuðu fyrirtæki AM Kredit og Premium, hefur ákveðið að fella niður seðilgjöld. Er þetta gert til að mæta kröfum neytenda samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. "Fyrir vikið lækkar kostnaður greiðenda en greiðsla seðilgjalda hefur hingað til hvílt á þeim.

Umræða um seðilgjöld hefur verið áberandi síðustu mánuði og misseri, enda margir ósáttir við að greiða sérstakt gjald til þess að geta greitt reikninga sína. Þótt um tiltölulega lágar upphæðir sé að ræða í hvert sinn geta seðilgjöld numið tugum þúsunda á ári hverju fyrir heimilin í landinu. Með niðurfellingu seðilgjaldanna er Veita að taka á sig þennan kostnað og leggja sitt af mörkum til réttlátari innheimtuþjónustu hér á landi," segir í fréttatilkynningu.

Á rætur að rekja allt til 1941

Veita byggir á grunni tveggja fyrirtækja, AM Kredit og Premium, sem sameinuð voru fyrir rúmu ári. Bæði fyrirtækin búa yfir áralangri reynslu af innheimtu, innanlands sem utan. Almenna Málflutningsstofan, sem síðar skiptist í AM Kredit og AM Praxis, á rætur að rekja allt til ársins 1941. Premium, sem stofnsett var árið 2001, var fyrsta fyrirtækið hér á landi sem bauð upp á fruminnheimtu. Með sameiningu fyrirtækjanna náðist töluverð rekstrarhagræðing og þjónusta við viðskiptavini fyrirtækjanna varð meiri og skilvirkari, skv. upplýsingum fyrirtækisins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert