Strax gripið til aðgerða til að leysa neyðarástand í húsnæðismálum einstæðra foreldra

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráherra.

Félagsmálaráðuneytið, Félag einstæðra foreldra og Reykjavíkurborg ætla að grípa þegar til sameiginlegra aðgerða til að finna lausn á neyðarástandi í húsnæðismálum einstæðra foreldra. Til stendur að nær tvöfalda neyðar-vistunarrými á vegum Félags einstæðra foreldra.

Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, að í fyrsta lagi þurfi að skoða málið til lengri tíma og gera félaginu kleift að stækka við sig húsnæðið og bjóða fleirum upp á þjónustu. „ Reykjavíkurborg mun einhenda sér í það mál ásamt Félagi einstæðra foreldra en á meðan þá mun félagsmálaráðuneytið aðstoða félagið við að fá bráðahúsnæði fyrir þær konur sem verst standa þar til að varanlegri lausn fæst.“

Laufey Ólafsdóttir, formaður félags einstæðra foreldra vonast til að finna húsnæði til að hýsa fimmtán fjölskyldur, nær tvöfalt fleiri en nú dvelja í neyðarhúsnæðinu og ætlar að hefja leitina nú þegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert