Högna Sigurðardóttir hlaut heiðursverðlaun Íslensku sjónlistarverðlaunanna

Margrét, Högna, Steve og Hrafnkell við afhendingu sjónlistarverðlaunanna í kvöld
Margrét, Högna, Steve og Hrafnkell við afhendingu sjónlistarverðlaunanna í kvöld mbl.is/Skapti

Högna Sigurðardóttir arkitekt hlaut heiðursverðlaun Íslensku sjónlistarverðlaunanna. Hrafnkell Sigurðsson hlaut sjónlistarorðuna á sviði myndlistar og Studio Granda hlaut sjónlistarorðuna á sviði hönnunar þegar Íslensku sjónlistaverðlaunin voru afhent í Flugsafni Íslands á Akureyri í kvöld.

Sex listamenn voru tilnefndir til Sjónlistaorðunnar og fá verðlaunahafarnir á sviði myndlistar og hönnunar tvær milljónir króna hvor um sig en þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði myndlistar og hönnunar hér á landi.

Auk Hrafnkels voru Birgir Andrésson og Hekla Dögg Jónsdóttir tilnefnd fyrir sjónlistarverðlaunanna á sviði myndlistar og Nikita og Össur á sviði hönnunar.

Í Lesbók Morgunblaðsins um síðustu helgi kom fram að Studio Granda hafi nú verið tilnefnt í annað sinn til Sjónlistarverðlauna, nú fyrir tvær ólíkar byggingar. Annars vegar fyrir íbúðarhús í sveit, Hof á Höfðaströnd í Skagafirði, og hins vegar viðbyggingu við eldri byggingu, Vogaskóla í Reykjavík. Þótt byggingar þessar eigi ekki í eðli sínu margt sameiginlegt bera þær þó báðar sterk höfundareinkenni – aðlögun bygginga að nánasta umhverfi og því sem fyrir er. Báðar byggingarnar eru hannaðar út frá góðum tengslum þess ytra við hið innra, sem er túlkað með látlausu samspili efnis, forma og byggingarstíls.

Hrafnkell Sigurðsson var tilnefndur fyrir ljósmyndaröð sína Áhöfn, ljósmyndir af sjóstökkum samtímans og olíuverkin Athafnasvæði, verk unnin með olíu á pappír, hvort tveggja innsetningar á mörkum abstraktsins en með samfélagslegu ívafi.

Hrafnkell hefur sýnt verk sín reglulega og á fjölbreyttum stöðum á síðustu árum, hér heima bæði í framsæknum listrýmum á borð við Bananananas en einnig hjá viðurkenndari sýningarsölum eins og i8. Hann hefur sýnt víða erlendis, á síðasta ári meðal annars á sýningunni Statements Paris Photo í Louvre-safninu í París.

Meðal verka Högnu er hönnun Sundlaugar Kópavogs
Meðal verka Högnu er hönnun Sundlaugar Kópavogs
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert