Varað við því að fólk sé á ferðinni á Kjalarnesi vegna ofsaveðurs

mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk um að vera alls ekki á ferðinni um Kjalarnes vegna ofsaveðurs. Ein bifreið fauk þar útaf veginum í kvöld en einungis urðu lítilsháttar meiðsl á fólki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fer vindhraðinn í 45 metra á sekúndu í verstu hviðunum og er búist við að hann geti farið í allt 48 metra á sekúndu síðar í kvöld. Ekki er gert ráð fyrir að veður taki að lægja fyrr en seint í nótt og fólk því beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert