Gunnar Friðriksson kominn að báti sem bilaði í Jökulfjörðum

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er kominn að bátnum Val ÍS-18, sem bilaði í Jökulfjörðum nú síðdegis með átta menn innanborðs. Upphaflega var tilkynnt um að báturinn væri vélarvana, bilunin reyndist þó í gír og gat báturinn bakkað upp í vind og komið í veg fyrir að hann ræki að landi, meðan beðið var eftir aðstoð. Gert er ráð fyrir að Valur verði dreginn til hafnar í kjölfarið.

Hvöss sunnanátt er á svæðinu og rak bátinn hratt í átt að landi um tíma. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu, en hefur nú verið afturkölluð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert