Töluvert tjón eftir flóðið í Varmá

Ljóst er að tjónið á golfvellinum er mikið.
Ljóst er að tjónið á golfvellinum er mikið. mbl.is/Gunnar Marel

Flóðið í Varmá í Ölfusi hefur gengið mikið niður í morgun en ljóst er að golfvöllur Hveragerðis hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Bæjarstjórinn í Hveragerði, Aldís Hafsteinsdóttir segir að engin íbúðarhús séu á flóðasvæðinu fyrir utan hótel Eldhesta en þar flæddi inn í kjallara í nótt. Tvö gróðurhús Heilsustofnunar NLFÍ fylltust af vatni og er verið að dæla úr þeim.

„Varmá er náttúrulega dragá af bestu gerð og þessi litli lækur verður að beljandi stórfljóti í miklum rigningum og það hefur myndast stórt stöðuvatn þar sem Hjörtur Benediktsson garðyrkjumeistari hjá NLFÍ ræktar kálið," sagði Aldís í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Vatn flæddi inn í tvö gróðurhús í Hveragerði.
Vatn flæddi inn í tvö gróðurhús í Hveragerði. mbl.is/Aldís Hafsteinsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert