Iðnaðarráðherra gæddi sér á lambakjöti sem alið er á hvönn

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gæðir sér á lambakjöti sem var alið …
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gæðir sér á lambakjöti sem var alið upp á hvönn í bás Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur í kvöld.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gæddi sér á lambakjöti sem alið er á hvönn í bás Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á Vísindavöku RANNÍS í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Á básnum kynnir Matís rannsóknir á lömbum sem alin voru upp á þessari jurt í sumar en samkvæmt rannsókninni hafa hvannalömb meiri kryddlykt og –bragð. Lömb sem alin eru á hefðbundnu beitarlandi hafa hins vegar meira lambakjötsbragð.

Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar sauðfjárbænda að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Þau ólu ákveðinn fjölda lamba í beitarhólfi með hvönn. Til samanburðar var öðrum lömbum komið fyrir í úthagabeit og á ræktuðu landi. Markmiðið er að rækta upp hvönn til að beita á lömbin fyrir slátrun og hefja framleiðslu á lambakjöti sem byggir á þessari aðferð.

Hvönn var áður talin til búdrýginda og var einnig talin allra meina bót.

Stefnt er að því að halda rannsóknum áfram næsta sumar og meðal annars er stefnt að því að búa til hvannaakur svo hægt sé að þróa bragðið enn frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert