Reyndu að smygla sterum og lyfjum í útvarpi

Útvarpstæki sem átti að fara til fanga á Litla-Hrauni komst ekki í gegnum nálarauga fangavarða sem fannst eitthvað athugavert við tækið. Tækinu var komið til lögreglu og þegar það var opnað kom í ljós að inni í tækinu hafði verið komið 49 steraambúlum, 60 lyfjatöflur og nokkrar sprautur.

Að sögn lögreglunnar í Árnessýslu hafði gestur, sem ætlaði að heimsækja fanga, verið beðinn að koma með tækið en honum var ekki kunnugt um innihaldið. Sá sem átti að fá tækið gekkst við að hafa átt von á þessum varningi. Segir lögregla málið upplýst og verðisent ákæruvaldinu til frekari ákvörðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert