Tvö 103 tommu sjónvörp seld á átta milljónir

Eftir Atla Fannar Bjarkason - atli@bladid.net

„Það er búið að selja tvö svona tæki," segir Hrannar B. Kristjánsson, söluráðgjafi hjá Sense í Kópavogi. Verslunin hóf nýlega sölu á 103 tommu plasmaflatskjá frá Panasonic, sem er eitt stærsta háskerpusjónvarp heims. Sjónvarpstækin hafa bæði verið seld til fyrirtækja, en verðið er 7.990.000 krónur. Hellisheiðarvirkjun keypti annað 103 tommu risasjónvarpið sem um ræðir, en tækið prýðir sýningarsal virkjunarinnar.

56 sjónvörp seldust á dag á Íslandi í ágústmánuði og 57 á dag í júlí, samkvæmt upplýsingum frá tollstjóra og Hagstofunni. Samkvæmt heimildum Blaðsins má gera ráð fyrir því að þrjú af hverjum fjórum sjónvörpum sem seljast í dag séu 32 tommu breiðtjöld eða stærri. Þess vegna má ætla að 42 breiðtjöld hafi selst á dag í ágúst.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka