„Allir krakkar hnupla"

Eftir Andra Karl

andri@mbl.is

Foreldrum barna sem lögregla hefur afskipti af vegna búðahnupls kemur það oft á tíðum ekki á óvart, þar sem barnið hafði áður talað um að önnur börn hefðu verið að stela úr verslunum. Nýverið sendi aðalvarðstjóri svæðisstöðvar lögreglunnar á Seltjarnarnesi og Vesturbæ bréf til skóla á svæðinu þar sem segir að búðahnupl og veggjakrot sé farið að valda áhyggjum.

Þrátt fyrir að lögregla taki ekki fleiri börn fyrir búðahnupl leikur grunur á að það sé að aukast í Vesturbænum. "Það vekur athygli mína þegar maður hefur afskipti af þessum krökkum að þau segja þetta ekki í fyrsta skiptið og ekki það tíunda. Aftur á móti segja þau að allir krakkar stundi þetta," segir Eggert Ól. Jónsson aðalvarðstjóri. "Svo hefur maður samband við foreldrana og þá er þetta altalað á heimilunum einnig."

Lögreglan hefur biðlað til foreldra að tala við börn sín og benda þeim á að um refsiverðan verknað sé að ræða. Eggert segir að aðallega sé um að ræða krakka á aldrinum 12-15 ára, og 10-11 verslanirnar í Vesturbænum virðist aðallega verða fyrir barðinu á þessu, enda séu þær opnar allan sólarhringinn.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert