Samhljómur um að ákvæði um íslensku verði sett í stjórnarskrá

Samhljómur er um það á Alþingi, að ákvæði um íslensku sem þjóðtungu verði sett í stjórnarskrá. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði í svari við fyrirspur um málið, að hún væri fylgjandi slíku og aðrir þingmenn voru sammála um mikilvægi íslenskunnar.

Þorgerður Katrín var að svara fyrirspurn frá Ólöfu Nordal, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem spurði hvort ráðherra hyggðist grípa til sérstakra aðgerða í því skyni að styrkja stöðu íslenskrar tungu og hvort ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga.

Þorgerður Katrín sagði jafnframt, að íslensk fyrirtæki þurfi einnig að hugsa sinn gang hvað varðar val á tungumáli innan sinna vébanda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert