Vilja að Alþingi fordæmi mannréttindabrot í Guantánamobúðum

Fangar í Guantánamo fangabúðunum.
Fangar í Guantánamo fangabúðunum. Reuters

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu og feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að þeim verði lokað.

Í greinargerð sem fylgir með tillögunni segir m.a., að með þessu tæki Alþingi undir kröfu mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem einnig hafi hvatt bandarísk yfirvöld til að loka fangabúðunum. Það megi þó ekki verða til þess að fangarnir verði fluttir annað á sambærilega staði eða í leynifangelsi.

„Lykilatriði er að virða mannréttindi þeirra fanga sem þarna hefur verið haldið án dóms og laga og tryggja þeim réttláta málsmeðferð samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum," segir í greinargerðinni.

Þingsályktunartillagan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert