Fangarnir elda matinn sjálfir

mbl.is/Brynjar Gauti

Fangar á einni deild Litla-Hrauns hófu í síðustu viku að elda matinn sinn sjálfir. Þetta er tilraun sem Fangelsismálastofnun stendur fyrir í samstarfi við fangana og er til þess gert að efla samstarfsanda þeirra og lífsleikni. Kokkarnir munu fá úthlutað fjármunum á hverjum degi til innkaupa og kaupa hráefni í verslun fangelsisins. Með þessu er vonast til að þeir fái einnig þjálfun í ráðdeildarsemi við meðferð peninga. Næstkomandi mánudag munu fangar á Kvíabryggju einnig taka við allri matseld en til þessa hafa tvær matráðskonur séð um það. Starfsmaður í fangelsinu mun hins vegar áfram sjá um innkaup og hafa yfirumsjón með matreiðslu fanganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert