Ung vinstri-græn segja að Björn Ingi og Dagur skuldi skýringar

Stjórnir Ungra vinstri-grænna og Ungra vinstri-grænna í Reykjavík segja að ein af forsendum þess að hið nýja samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur gangi upp sé að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum Reykjavíkur sem allra fyrst.

Einnig þurfi Dagur B. Eggertsson, tilvonandi borgarstjóri, að útskýra hvers vegna hann studdi það að völdum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur yrði boðnir kaupréttarsamningar í Reykjavik Energy Invest.

Í tilkynningu er komandi meirihlutasamstarfi í Reykjavík fagnað og því lýst yfir, að Svandís Svavarsdóttur hafi með framgöngu sinni að undanförnu sýnt að hún sé og verði hinn eini sanni leiðtogi borgarstjórnar Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert