Milljónir í stöðumælasektir yfir Iceland Airwaves-hátíðina

Bílstæðasjóður rukkaði rúmar þrjár milljónir og 600 þúsund í stöðumælasektir á meðan Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin stóð yfir í miðbæ Reykjavíkur dagana 17. til 21. október.Bílastæðasjóður rukkaði 718.000 krónur á hverjum degi hátíðarinnar, en um 522.000 krónur hafa verið rukkaðar að meðaltali á dag á þessu ári. Reykjavíkurborg styrkir fyrirtækið Hr. Örlyg, sem skipuleggur Iceland Airwaves-hátíðina. Borgin fær því hluta styrkjanna til baka í gegnum stöðumælasektir.

Stöðumælabrot voru töluvert fleiri en venjulega á Iceland Airwaves, en Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir það ekki endilega vera vegna hátíðarinnar. „En það er þó hugsanlegt þar sem mannfjöldinn eykst," segir hún. „Þessi brot eru framin um alla borg, ekki bara í miðbænum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert