Erlend kona á sextugsaldri lést í bílslysinu í gærkvöldi

Frá slysstað á Holtavörðuheiði í gærkvöldi.
Frá slysstað á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. mbl.is/Júlíus

Konan, sem lést þegar tveir bílar rákust saman á Holtavörðuheiði í gærkvöldi, var á sextugsaldri. Hún var erlendur ríkisborgari á ferð með samlöndum sínum, stödd hér á landi tímabundið. Hjón sem voru í bílnum voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur, á slysadeild. Þau gengust undir aðgerð á Landspítala háskólasjúkrahúsi og er líðan þeirra stöðug og eftir atvikum góð, að sögn lögreglunnar.

Ökumaður og farþegi hins bílsins voru flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnunina í Borgarnesi, með minniháttar áverka.

Fjöldi manns tók þátt í björgunaraðgerðum á vettvangi. Auk lögreglunnar á Vestfjörðum komu lögreglan í Borgarnesi, Búðardal og Blönduósi að málum ásamt sjúkraliði frá nærliggjandi stöðum. Þá tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í aðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert