Stóri sannleikur eða stjórnarskrárbrot?

Frá Kirkjuþingi.
Frá Kirkjuþingi.

Sáttargjörð þjóðkirkjunnar, sem nú leyfir prestum sínum að velja út frá eigin sannfæringu hvort þeir vígja samkynheigða, gæti verið brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mati Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns.

„Þetta er í æpandi mótsögn við mannréttindahugsun nútímans," segir séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, um að prestar geti sjálfir ráðið hvort þeir staðfesta samvist. Séra Baldur efast ekki um að þetta sé vel meint, en ekki hugsað til enda.

En hvað með lögin og stjórnarskrána? „Ég er alveg sammála því sjónarmiði að það sé andstætt jafnræðisreglum að prestarnir geti vísað fólki frá og neitað því um þjónustu, sem það gæti fengið hjá öðrum presti," segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert