Fjórði maðurinn handtekinn í nauðgunarmáli

Lögreglan á Selfossi hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að rannsókn á nauðgun sem kærð var til lögreglu á laugardagsmorgun standi enn yfir. Fjórði maðurinn var handtekinn í dag og er grunaður um aðild að málinu, þá voru tólf manns yfirheyrðir í dag. Sakbending fer fram á morgun og má reikna með að að henni komi á fjórða tug manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert