Geir: Ekki ákveðið hvort Íslendingar fari fram á undanþágu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í Ósló í morgun.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í Ósló í morgun. norden.org/Magnus Fröderberg

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á leiðtogafundi Norðurlandaráðs í Ósló í dag að erfitt sé að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi þar sem Íslendingar noti þegar umhverfisvæna orku til húshitunar og iðnaðar og hafi því takmarkaða möguleika á að draga úr losun á þeim sviðum sem önnur lönd leggi helst áherslu á í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda.

Geir svaraði einnig fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur og sagði ekki liggja fyrir ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um það hvort Íslendinga fari fram á undanþágu í samningaviðræðum um nýjan loftslagssáttmála líkt og gert hafi verið í samningaviðræðum um Kyoto-sáttmálann.

Þá sagði hann loftslagsbreytingar vera eitt af stærstu viðfangsefnum nútímans og að mikilvægt sé að ræða þær sem víðast. Mikilvægast sé þó að ná samkomulagi um bindandi sáttmála sem nái til sem flestra ríkja og að stuðla að þróun umhverfisvænnar tækni.

Geir var skráður sem forsætisráðherra Noregs, á mælendaskrá og hóf hann ræðu sína á því að bjóða Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að skipta við sig um starf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert