BSRB í hart við LSH vegna samninga við starfsmannaleigur

Landspítali.
Landspítali.

BSRB hefur falið lögfræðingi að afla gagna um samninga Landspítalans við starfsmannaleigur en spítalinn hefur varið umtalsverðum fjármunum, eða yfir hundrað milljónum króna það sem af er árinu, í greiðslur til starfsmannaleiga. BSRB óskaði eftir gögnum frá spítalanum vegna þessa og fékk þau en þar var strikað yfir alla hluta samninganna þar sem tímakaup starfsmanna kemur fram. Greint er frá þessu á vef BSRB.

„Starfsmannaleigur sem hafa séð opinberum stofnunum fyrir starfsfólki hafa orðið uppvísar að því að brjóta lög á fólkinu með því að greiða undir umsömdum töxtum og hafa af því réttindi. Síðan kann hitt líka að vera til í dæminu að starfsmannaleigur greiði meira til starfsmanna en aðrir starfsmenn fá. Þetta þurfa stéttarfélögin að fá að vita til þess að geta rétt hlut starfsmanna. Leyndin er óþolandi. Í skjóli hennar þrífst misréttið. Einnig er á það að líta að allt bókhald opinberra stofnana á að vera gegnsætt, enda kveðið á um það í lögum. Við munum leita allra leiða til að fá leyndinni aflétt á Landspítalanum sem og öðrum opinberum stofnunum sem hafa samið við starfsmannaleigur," segir Ögmundur Jónasson formaður BSRB, á vef félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert