Kynbundinn launamunur þingmanna 4-6%

Meðallaun kvenna á Alþingi eru 5,7% lægri en karla þegar horft er til þingmanna sem ekki eru ráðherrar. Meðallaun karlkyns þingmanna eru rúmlega 602 þúsund krónur en meðallaun kvenkyns þingmanna rúmlega 34 þúsund krónum lægri á mánuði. Með því að beita algengri aðferð við að skýra launamun kynjanna fæst sú niðurstaða að óútskýrður kynbundinn launamunur þingmanna sé 3,7%, þ.e. að sá munur verði eingöngu rakinn til kynferðis, samkvæmt vef Samtaka atvinnulífsins.

„Ef málið er hins vegar skoðað ofan í kjölinn, og tillit tekið til álagsgreiðslna sem þingmenn fá, hverfur óútskýrður launamunur – en karlkyns þingmenn fá þær í ríkari mæli en þingkonur. Vilji Alþingi jafna þennan launamun í gildandi launakerfi, verður það ekki gert nema með auknum hlut þingkvenna í álagsgreiðslum, t.d. með fjölgun kvenna sem eru formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu," samkvæmt frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

Vefur Samtaka atvinnulífsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert