Leitað að rjúpnaskyttum við Hlöðufell í nótt

Hluti björgunarsveitanna Ingunn, Biskups og Tintron voru kallaðar út klukkan 02:30 í nótt til að leita að feðgum sem skiluðu sér ekki til byggða. Þeir höfðu farið til rjúpnaveiða í gær við Hlöðufell og ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Eftir nokkra leit létu mennirnir vita af sér og voru þeir þá á leið niður Haukadalsskóg. Höfðu þeir lent í festum og gátu ekki látið vita af ferðum sínum.

Aðgerð björgunarsveitarmanna vegna útkallsins lauk um klukkan fimm í morgun en útkallið var þriðja útkallið tengt rjúpnaveiðimönnum á tæpum sólahring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert