Mikið um ölvun og óspektir í borginni í nótt

Miklar óspektir, ölvun og hávaði voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að sögn lögreglunnar, sem hefur haft mikið að gera við að stilla til friðar og færa fólk í fangageymslur, sem eru fullar í Reykjavík eftir nóttina, og hálf-fullar í Hafnarfirði. Tveir skóladansleikir voru í gærkvöldi, og þurfti lögreglan að hafa afskipti af mörgum ölvuðum ungmennum.

Tveir ökumenn voru teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, brotist var inn í verslun þar sem talsverðu var stolið, og fleira mætti telja. Mörg útköll bárust lögreglu vegna hávaða, óspekta og ölvunar. Segir lögreglan erilinn í nótt hafa verið mjög mikinn, miðað við að um aðfaranótt föstudags var að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert