Sex handteknir í kjölfar húsleitar á Selfossi

Lögreglan á Selfossi framkvæmdi húsleit í heimahúsi á Selfossi og í Þorlákshöfn í nótt. Að sögn lögreglu voru sex manns handteknir á Selfossi en þar fannst eitthvað af amfetamíni, en lögreglan gerði þar húsleit um kl. þrjú í nótt. Þar sem enginn gekkst við að eiga efnið voru allir handteknir og verður skýrsla tekin af þeim síðar í dag.

Að sögn lögreglu var enginn handtekinn í Þorlákshöfn en 10 voru staddir í húsinu þegar lögreglu bar þar að um kl. 6:30 í morgun. Lögregla segir að sjö manns hafi greinilega verið undir áhrifum vímuefna, en þar fannst einnig amfetamín. Lögregla segir að enginn hafi verið handtekinn þar sem viðkomandi einstaklingar hafi gengist við því að eiga það efni sem fannst á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert