Leitað að manni í nótt

Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að leita að manni sem var saknað í nótt. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi barst tilkynning um að mannsins væri saknað um kl. 23 í gærkvöldi. Maðurinn fannst hinsvegar kl 4:30 í morgun í Kaldadal heill á húfi.

Lögregla segir manninn, sem var akandi, hafa ætlað að stytta sér leið í Húsafell með því að aka í gegnum Kaldadal. Hann varð hinsvegar fyrir því óláni að festa bifreiðina í snjóskafli, en talsverður snjór og krapi er í dalnum og eru aðstæður þar erfiðar yfirferðar. Ekkert símasamband er í dalnum og gat maðurinn því ekki látið vita um ferðir sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka