Ekki vilji fyrir raflínum

Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt tillögu umhverfisnefndar sveitarfélagsins varðandi háspennulínur í landi þess. Nefndin lagði til, að öllum fyrirliggjandi valkostum Landsnets um loftlínur yrði hafnað. „Nefndin álítur að svo miklar raflínur muni spilla ásýnd landsins og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar landnýtingar til frambúðar. Ekki verður heldur séð að þörf sé fyrir svo stór og afkastamikil mannvirki, jafnvel þótt virkjanir stækki og þótt 250.000 tonna álver yrði byggt í Helguvík," segir í umsögn umhverfisnefndar.

Í stað loftlína mælir nefndin með jarðstreng sem lagður yrði þétt meðfram Reykjanesbraut og að núverandi lína fái að halda sér. Ef af framkvæmdum verður í Helguvík vill nefndin að skoðaður verði sá kostur að leggja sæstreng milli Flekkuvíkur og Helguvíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert