Kárahnjúkavirkjun byrjar að framleiða rafmagn

Fylgst með mælum Kárahnjúkavirkunar eftir gangsetninguna í dag.
Fylgst með mælum Kárahnjúkavirkunar eftir gangsetninguna í dag. mbl.is/Steinunn

Fyrsta vél Kárahnjúkavirkjunar var í dag gangsett með vatni úr Hálslóni í fyrsta skipti. Vélin, sem nefur númerið 2, framleiðir nú 100 megavött. Önnur vél var einnig gangsett og framleiðir 40 megavött. Rafmagnið fer eftir Fljótsdalslínum 3 og 4 í álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Svonefnd vél 1 snýst enn þurr og jafnar út sveiflur í landskerfinu.

Þessi áfangi þýðir, að hægt er að gangsetja fleiri ker í álverinu. Nú þegar hafa verið gangsett 50 ker og reiknað er með að gangsetja allt að 4 ker á dag næstu vikurnar. Alls er gert ráð fyrir 336 kerjum í álverinu.

Landsvirkjunarmenn sögðust í dag vera afar ánægðir með unnið verk. Alls eru sex vélar í virkjuninni og er áformað að þær verði allar komnar í gang um mánaðamótin. Fimm vélar fullnægja orkuþörfinni til álversins og sú sjötta verður höfð til vara.

Aflvél 2 í Fljótsdalsstöð farin í gang.
Aflvél 2 í Fljótsdalsstöð farin í gang. mbl.is/Steinunn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert