Mikill verðmunur á þjónustu tannlækna

Í verðkönnun, sem Neytendasamtökin hafa gert á þjónustu tannlækna, kemur fram allt að þrefaldur verðmunur á einstökum aðgerðarliðum. Neytendasamtökin sendu öllum starfandi tannlæknum, 226 að tölu, bréf þann í september ásamt eyðublaði þar sem þeir voru beðnir um að fylla út verð fyrir 13 aðgerðarliði. Svör bárust frá 142 tannlæknum.

Fram kemur á heimasíðu Neytendasamtakanna, að í bréfinu hafi jafnframt komið fram, að Neytendasamtökin myndu birta lista yfir þá tannlækna sem ekki svöruðu erindinu. Margir tannlæknar hafi tekið því illa og talið að um hótun væri að ræða. Neytendasamtökin segjast hins vegar leggja áherslu á að þau birti ávallt upplýsingar um þá sem hafna því að vera með í verðkönnunum.

Neytendasamtökin segja, að sumir tannlæknar hafi gefið upp verð á ákveðnu bili og tekið fram að einstakar aðgerðir undir sama aðgerðarlið geti tekið mislangan tíma og verið ólíkt efnisfrekir. Sumir tannlæknar lögðu áherslu á að uppgefið verð væri viðmiðunarverð af sömu ástæðum. Einnig tóku einstaka tannlæknar fram að deyfing og/eða röntgenmynd væri innifalin í uppgefnu verði, en þar sem ekki var spurt um slíkt megi ætla að þetta eigi við um fleiri tannlækna en þá sem tóku slíkt fram. Einnig kom fram í einstaka tilvikum að veittur væri staðgreiðsluafsláttur.

Könnun Neytendasamtakanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert